|
Bráðum koma blessuð jólin og hafa aldrei sýnst nær en akkúrat núna! Heilmikið eftir að gera og enginn tími. Þetta bjargast allta saman. Mamma er að leggja íðustu hönd á verk við að mála gluggana hjá mér. og þá get ég farið að þrífa þar inni. Ég er búin með stigapallinn, hér er allt skjannafínt. Svo á ég bara eftir að skúra klóið og gera allt inni hjá mér. Ég er þó búin að pakka inn jólagjöfunum. Mér heyrist vera rok úti. Það verður GAMAN að ganga niður laugarveginn með kerti og syngja jólalög...sem minnir mig á það! Ég þarf að skrifa niður texta svo ég verði ekki úti á þekju!! Sjáumst í bænum!
skrifað af Runa Vala
kl: 16:31
|
|
|